![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia 9300i/is/Nokia 9300i_is088.png)
Vandamál við prentun
Tækið þitt birtir tilkynningu ef þú getur ekki tengt það við samhæfan prentara.
Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir truflanagreiningu:
• Prentarinn - aðgættu að kveikt sé á prentaranum og hann sé nettengdur, prentaðu prufusíðu, reyndu að prenta meðan þú
ert tengdur honum beint, aðgættu að prentarinn virki með öðrum þráðlausum tækjum eða aðgættu að tækið þitt styðji
hann.
• Innrautt - aðgættu að innrautt sé virkjað, að innrauð tengi tækisins og prentarans viti hvort af öðru og að ekki skíni bjart ljós
á annað hvort tengið.
• Bluetooth - aðgættu að Bluetooth sé virkjað og að tækið þitt finni Bluetooth-tæki önnur en prentarann og að tækið og
prentarinn séu innan færis hvort við annað.
• Þráðlaust staðarnet - gakktu úr skugga um að þráðlaust net sé virkt og að stillingar netsins séu réttar, að þráðlausi prentarinn
sé samhæfur tækinu þínu og gakktu úr skugga um að önnur þráðlaus tæki geti fundið þráðlausa prentarann.