Nokia 9300i - Pakkagögn (general packet radio service, GPRS)

background image

Pakkagögn (general packet radio service, GPRS)

GPRS gerir farsímum kleift að tengjast gagnanetum með þráðlausri tengingu (sérþjónusta). GPRS notast við pakkagagnatækni

þar sem upplýsingar eru sendar í stuttum gagnakippum gegnum farsímakerfið. Kosturinn við að senda gögn í pökkum er að

símkerfið er aðeins upptekið þegar gögn eru send eða móttekin. Þar sem GPRS notast við símkerfið á skilvirkan hátt gerir það

kleift bæði að setja gagnatengingar upp hratt og mikinn hraða gagnaflutninga.
Þú verður að vera í áskrift að GPRS-þjónustunni. Þjónustuveitan eða símafyrirtækið veitir nánari upplýsingar um framboð og

áskrift að GPRS.
EGPRS (Enhanced GPRS) er svipað GPRS en býður upp á enn hraðari tengingu. Þjónustuveitan eða símafyrirtækið veitir nánari

upplýsingar um framboð og áskrift að EGPRS og flutningshraða. Athugaðu að ef þú velur GPRS sem gagnaflutningamáta notar

tækið EGPRS í stað GPRS ef símkerfið býður upp á það.
Athugaðu að meðan á venjulegu símtali stendur geturðu ekki komið á GPRS-tengingu og virk GPRS tenging er sett í bið.

T e n g i m ö g u l e i k a r

Copyright © 2005-2006 Nokia. All Rights Reserved.

89