Nokia 9300i - Bluetooth

background image

Bluetooth

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 1.2 sem styður eftirfarandi snið: Generic Access Profile, Service Discovery

Profile, Serial Port Profile, Dial-Up Networking Profile, Generic Object Exchange Profile, Object Push profile, File Transfer Profile

og Handsfree Profile. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru

viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta

tæki.

Copyright © 2005-2006 Nokia. All Rights Reserved.

84

background image

Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum á staðnum eða

þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast

aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.
Bluetooth-tækni gefur kost á ókeypis þráðlausri tengingu á milli tveggja rafeindatækja sem eru í allt að 10 metra fjarlægð frá

hvort öðru. Hægt er að nota Bluetooth-tengingu til að senda myndir, hreyfimyndir, nafnspjöld, minnispunkta í dagbækur eða

til að tengjast öðrum tækjum sem nota Bluetooth-tækni, t.d. tölvur.
Þar sem tæki sem nota Bluetooth-tækni hafa samskipti með útvarpsbylgjum þarf þitt tæki og það, eða þau, tæki sem það er í

sambandi við ekki að vera staðsett beint á móti hvort öðru. Tækin tvö þurfa einungis að vera eigi meira en í 10 metra fjarlægð.

Tengingin getur þó truflast af t.d. veggjum eða öðrum rafeindatækjum.
Þegar þú ræsir Bluetooth í fyrsta skipti ert þú beðinn um að gefa tækinu þínu nafn.