Flýtiritun
Til að gera flýtiritun virka, styddu á
Options
þegar texti er ritaður, og veldu
Dictionary
. Veldu tungumál í lista yfir valkosti í
orðabókinni. Flýtiritun er eingöngu í boði fyrir tungumálin á listanum. Til að skipta aftur yfir í hefðbundna textaritun, veldu
Dictionary off
.
Ábending: Til að virkja og afvirkja flýtiritun snögglega þegar texti er ritaður, styddu tvisvar á .
Texti ritaður með flýtiritun
1. Byrjaðu að rita orð með því að nota til takkana. Styddu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Orðatillagan
breytist í hvert sinn sem ýtt er á takka. Til dæmis, til að rita "Nokia" þegar enska orðabókin er valin, ýttu á fyrir N, fyrir
o, fyrir k, fyrir i, og fyrir a.
2. Þegar þú hefur lokið við að rita orðið og það er rétt, staðfestu það með því að bæta við bili með -takkanum, eða skrunaðu
til hægri.
Ef orðið er ekki rétt, styddu endurtekið á til að skoða orð sem passa og orðabókin hefur fundið, eða styddu á
Options
og
veldu
Matches
. Þegar orðið sem þú vilt birtist, skaltu staðfesta það.
Ef? táknið er sýnt á eftir orðinu, er orðið sem þú hyggst rita ekki í orðabókinni. Til að bæta orðinu í orðabókina, styddu á
Spell
, færðu inn orðið með hefðbundinni textaritun og styddu á
Save
. Þegar orðabókin er full, kemur nýja orðið í staðinn
fyrir elsta orðinu sem var bætt við.
3. Byrjaðu að rita nýja orðið.
Til að rita samsett orð, færðu inn fyrsta hluta orðsins og skrunaðu til hægri til að staðfesta. Ritaðu seinni hluta orðsins. Til að
ljúka við samsetta orðið, styddu á til að bæta við bili.