Nokia 9300i - Hlustað á tónlist

background image

Hlustað á tónlist

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki

skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.

Music player

sýnir lagalista, hljóðstyrk, tákn fyrir handhófs- og endurtekna spilun, núverandi ham og framvindustiku.

Framvindustikan sýnir spilunartíma, stöðu og lengd lags.

Skrunaðu upp og niður á lagalistanum til að velja lag.
Til að spila lag eða lög í möppunni sem er opin styddu á

Play

. Spilun hættir sjálfkrafa þegar síðasta laginu í lagaröðinni er lokið.

Til að flokka lög, styddu á Valmynd og veldu

View

>

Sort by

. Birtir lög í möppunni sem er opin eftir nafni, skráarheiti, dagsetningu

eða stærð. Flokkun hefur áhrif á í hvaða röð lögin í möppunni sem er opin eru spiluð.
Til að velja næsta lag á undan eða eftir, styddu á Valmynd og veldu

Go to

>

Previous track

eða

Next track

. Hvaða lag er valið fer

eftir núverandi röð sem lögin eru í.
Til þess að spila lög aftur, styddu á Valmynd og veldu

Playback

>

Repeat

. Með þessu er byrjað aftur að spila fyrsta lagið í röðinni

þegar síðasta laginu er lokið.
Til að spila tónlist af handahófi, veldu möppu, styddu á Valmynd og veldu

Playback

>

Random

.

Ábending: Meðan lag er að spilast skrunaðu til vinstri til að leita fyrir aftan eða til hægri til að leita fyrir framan.