Nokia 9300i - SIM-kortið, rafhlaða og minniskort sett í

background image

SIM-kortið, rafhlaða og minniskort sett í

Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið

eða annar söluaðili.
Aðeins skal nota samhæf margmiðlunarkort (MMC) með þessu tæki. Önnur minniskort, svo sem Secure Digital (SD) kort, passa

ekki í raufina fyrir MMC-kortið og eru ekki samhæf þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt minniskortið og

einnig tækið, og gögn sem eru geymd á ósamhæfa kortinu geta skaddast.
1. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.

Snúðu tækinu þannig að bakhliðin snúi að þér, ýttu á sleppitakkann (1) og renndu lokinu í þá átt sem örvarnar benda.

2. Renndu SIM-kortinu í SIM-kortsraufina (1).

Gakktu úr skugga um að sneidda hornið á SIM-kortinu vísi niður og að snertiflötur kortsins beinist niður. Mundu að fjarlægja

ávallt rafhlöðuna áður en þú setur SIM-kort í eða tekur það úr.

Ef þú vilt setja í minniskort skaltu renna því í minniskortaraufina (2). Gakktu úr skugga um að sneidda hornið á minniskortinu

snúi að SIM-kortsraufinni og að snertiflötur þess snúi niður.

Sjá „Minniskort“, bls. 14.

3. Settu rafhlöðuna í. Tryggðu að rafskaut rafhlöðunnar snerti samsvarandi nema í rafhlöðuhólfinu.

4. Stingdu festingunum á bakhliðinni í samsvarandi raufar og ýttu bakhliðinni á sinn stað.

Copyright © 2005-2006 Nokia. All Rights Reserved.

8

background image

Notandaviðmót communicator ræsir sig þegar búið er að koma rafhlöðunni fyrir. Það kann að taka notandaviðmót

communicator smástund að ræsa sig og verða tilbúið til notkunar. Þegar skjáborðið birtist (orðið

Desk

og dagsetningin sjást á

skjánum), er hægt að halda áfram.

Ábending: Ýttu á rofann ef þú hefur sett rafhlöðuna í en communicator-viðmótið ræsist ekki.