Aðgangslyklar
Tækið notast við nokkra aðgangslykla til varnar því að óviðkomandi geti notað tækið eða SIM-kortið.
Þú þarft eftirfarandi aðgangslykla:
• PIN- og PIN2-númer — PIN-númerið (Personal Identification Number) er yfirleitt innifalið í SIM-kortinu og tryggir að
óviðkomandi geti ekki notað það. PIN2-númerið fylgir stundum með SIM-kortum og veitir aðgang að ýmsum aðgerðum, líkt
og föstu númeravali.
Ef rangt PIN-númer er slegið inn þrisvar sinnum í röð er því læst og þú verður að aflæsa því með PUK-númeri (Personal
Unblocking Key) til að geta notað SIM-kortið þitt aftur. PIN2-númerið er stundum innifalið í SIM-kortum og gefur aðgang að
ýmsum aðgerðum, líkt og föstu númeravali. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
• Lykilnúmer — Lykilnúmerið ver þig gegn því að óviðkomandi noti tækið þitt. Sjálfgefna lykilnúmerið er 12345. Breyttu
númerinu og geymdu það á öruggum stað, fjarri tækinu þínu.
• PUK- og PUK2-númer — PUK-númerið (Personal Unblocking Key) er notað til að aflæsa læstu PIN-númeri. PUK2-númerið er
notað til að breyta læstu PIN2-númeri. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við þjónustuveituna.
•
Barring password
— Þegar þú hringir í útilokunarþjónustuna verður þú að gefa upp útilokunarlykilorðið.
Sjá „Lykilorðinu
fyrir útilokanir breytt“, bls. 67.
Sum forrit tækisins notast við lykilorð og notendanöfn til að koma í veg fyrir að óviðkomandi noti internetið og þjónustur á því.
Hægt er að breyta lykilorðunum í stillingum forritanna.
H a f i s t h a n d a
Copyright © 2005-2006 Nokia. All Rights Reserved.
10