Hvaða síður og valkostir standa til boða fer eftir þeim stillingum sem þú valdir. Spyrðu kerfisstjórann þinn um rétt gildi.
IP configuration (IP-samskipunar)-síða
Athugaðu að samskiptareglurnar tvær (IPv4 og IPv6) þarfnast örlítið mismunandi stillinga.
•
Auto retrieve IP
— Ef þú velur
Yes
, er IP-talan fengin sjálfkrafa frá miðlaranum. Þessi stilling er líka kölluð kvik IP-tala. Ef þú
velur
No
, verðurðu að tilgreina IP-tölu, undirnetssíu og sjálfgefna gátt í reitina fyrir neðan.
•
Auto retrieve DNS
— Ef þú velur
Yes
fyrir IPv4 staðalinn, eða
DHCP
fyrir IPv6 staðalinn, fást vistföng fyrir aðal- og auka- DNS
miðlarana sjálfkrafa frá miðlaranum. DNS er netþjónusta sem þýðir lénheiti eins og www.nokia.com yfir í IPv4 tölur eins og
192.100.124.195 eða Ipv6 tölur eins og 3ffe:2650:a640:1c2:341:c39:14. Ef þú velur
No
fyrir IPv4 samskiptareglurnar eða
Manual
fyrir IPv6 samskiptareglurnar verður þú að tilgreina IP-tölurnar fyrir aðal- og auka- DNS miðlarana.