Nokia 9300i - Aðgangsstaður fyrir þráðlaust staðarnet settur upp

background image

Aðgangsstaður fyrir þráðlaust staðarnet settur upp

Tækið þitt er með fyrirfram skilgreinda aðgangsstaði fyrir þráðlaust staðarnet, en þú getur sjálf(ur) búið til nýja aðgangsstaði.

C o n t r o l p a n e l ( S t j ó r n b o r ð )

Copyright © 2005-2006 Nokia. All Rights Reserved.

69

background image

1. Veldu

Connections

>

Internet setup

.

2. Styddu á

New

. Þú getur notað netaðgangsstað sem nú þegar er til staðar sem grunn fyrir nýjan.

3. Tilgreindu stillingarnar.

Internet settings name

— Sláðu inn lýsandi nafn fyrir aðgangsstaðinn.

Network ID

— Veldu auðkenni netsins í samræmi við það net sem þú vilt tengjast í gegnum aðgangsstaðinn á Netinu. Þú

getur endurnefnt og stofnað ný auðkenni neta. Notirðu rétta auðkennið tryggirðu að flæði gagnanna sé beint á réttan

áfangastað. VPN (virtual private network) hugbúnaður getur takmarkað gagnaflæði á ákveðin net. Hægt er að nota

auðkenni neta til að sía internetaðgangsstaði þegar internettengingu er komið á.

Internet settings type

— Veldu

Wireless LAN

sem tegund tengingar.

Network mode

— Ef þú velur

Infrastructure

snið, geta tæki átt samskipti sín á milli og við tæki á tengdu staðarneti í

gegnum aðgangsstað á þráðlausu neti. Ef þú velur

Ad hoc

snið, geta tæki sent og tekið við gögnum beint sín á milli. Ekki

er þörf á neinum aðgangsstað á þráðlausu staðarneti.

Network name

— Færðu inn nafn netsins (SSID - service set identifier) eins og það er skilgreint af kerfisstjóra, eða styddu

á

Change

, og veldu eitt af listanum. Í sértæku sniði geta notendur sjálfir nefnt þráðlausa staðarnetið. Ef þú tiltekur ekki

nafn netsins hér, verður þú beðinn um að velja net þegar þú kemur á þráðlausri staðarnettengingu.

Security mode

— Þú verður að velja sama öryggisham og notaður er á aðgangsstað þráðlausa staðarnetsins. Ef þú velur

WEP

(wired equivalent privacy),

802.1x

, eða

WPA/WPA2

(Wi-Fi protected access), verðurðu einnig að færa inn viðeigandi

aukastillingar.

4. Eftir að þú hefur tilgreint stillingarnar, styddu á

Advanced

til að tilgreina frekari stillingar ef þörf krefur. Styddu annars á

Finish

eða

Done

til að loka uppsetningarhjálpinni.