Stillingar tilgreindar fyrir þráðlaust staðarnet
Þú getur breytt stillingum sem allar þráðlausar staðarnettengingar eiga sameiginlegar.
Til að breyta almennum stillingum fyrir þráðlaust staðarnet, veldu
Connections
>
Wireless LAN
og veldu
Settings
síðuna.
Tilgreindu eftirfarandi:
•
Background scan interval
— Tilgreindu hversu oft þú vilt að tækið leiti að aðgengilegum netum. Til að minnka rafhlöðueyðslu,
veldu
Never
. Táknmynd fyrir þráðlaust staðarnet birtist á vísisvæðinu þegar net finnst.
•
WLAN power saving
— Ef þú átt í erfiðleikum með að koma á þráðlausri staðarnettengingu, reyndu þá að velja
Disabled
. Ef
þú velur
Disabled
, eykst orkunotkunin þegar þráðlaus staðarnettenging er notuð.
Til að breyta nánari stillingum fyrir þráðlaust staðarnet, veldu
Connections
>
Wireless LAN
. Veldu
Settings
-síðuna og styddu á
Advanced settings
. Styddu á
OK
.
Tilgreindu eftirfarandi:
•
Automatic configuration
— Veldu
Off
ef þú vilt tilgreina handvirkt nánari stillingar fyrir þráðlaust staðarnet. Ekki breyta
stillingunum handvirkt nema þú vitir fyrir víst hvernig hver stilling hefur áhrif á afköst kerfisins. Afköst kerfisins gætu fallið
mjög mikið ef sjálgefnar stillingar eru ekki notaðar.
•
Ad hoc channel
— Tilgreindu útvarpstíðnirásina þar sem þú vilt setja upp sértækt net. Veldu
Automatic
ef þú vilt fá úthlutað
sjálfkrafa aðgengilegri rás.
•
Long retry limit
— Tilgreindu hámarksfjölda senditilrauna á römmum sem eru stærri en RTS- (request to send) þröskuldurinn.
•
Short retry limit
— Tilgreindu hámarksfjölda senditilrauna á römmum sem eru minni en eða jafnstórir og RTS- (request to
send) þröskuldurinn.
•
RTS threshold
— Ákvarðar stærð gagnapakkans sem aðgangsstaður þráðlausa staðarnetsins sendir út beiðni um að senda
áður en pakkinn er sendur.
•
TX power level
— Tilgreindu orkustigið sem nota á við gagnasendingar.
Til að nota upprunalegar stillingar, styddu á
Restore defaults
.