Nokia 9300i - SÉRÞJÓNUSTA

background image

SÉRÞJÓNUSTA

Ef nota á símann verður áskrift að þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi. Margar aðgerðir í þessu tæki eru háðar því að aðgerðir

í þráðlausa símkerfinu virki. Þessi sérþjónusta er hugsanlega ekki fyrir hendi í öllum símkerfum eða þörf getur verið á sérstökum ráðstöfunum

hjá þjónustuveitunni áður en hægt er að nota sérþjónustu. Þjónustuveitan getur þurft að gefa viðbótarfyrirmæli um notkun og útskýra hvaða

gjöld eiga við. Sum símkerfi geta verið með takmörkunum sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum símkerfi styðja t.d. ekki

alla séríslenska bókstafi og þjónustu.
Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í

valmynd tækisins. Tækinu kann einnig að hafa verið sérstaklega samskipað. Þessi samskipun gæti hafa haft í för með sér breytingar á nöfnum

í valmynd, skipulagi valmyndar og táknum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL) sem keyra á TCP/IP samskiptareglum.. Sumar aðgerðir þessa tækis, eins og

margmiðlunarboð og vefvafri, krefjast símkerfisstuðnings við þessa tækni.